Garðheimablaðið 2011
Transcription
Garðheimablaðið 2011
Ræktun: Ávextir og ber Fjölæringar Matlaukar Skreytingar í veisluna: Brúðkaup Fermingar Útskriftir Sumargrill Njóta garðyrkjunnar Gísli og Jónína í Garðheimum Ræktar yfir 1000 tegundir Sædís Guðlaugsdóttir í Gleym-mér-ei Garðheima blaðið Njóta garðyrkjunnar Gísli og Jónína í Garðheimum 1. tbl. 2011 Útgefandi: Garðheimar Gróðurvörur ehf. Ábyrgðarmaður: Gísli Hinrik Sigurðsson 20 Ritstjórar: Jóna Björk Gísladóttir og Jens Sigurðsson Ljósmyndir: Jóna Björk Gísladóttir Yfirlestur: Olga B. Gísladóttir Umbrot: Hamingjusama hindberið Prentun: Oddi hf. Annað efni: Helga Jörgensen, Ólöf Erlingsdóttir, Steinunn Reynisdóttir, Tómas Árni Tómasson og Valborg Einarsdóttir Efnisyfirlit 2 Berjarækt 38 Fyrirtækjaþjónusta Garðheima 4 Útskriftarveisla 6 Matlaukar 8 Grillveislan 10 Spíran 12 Grillnámskeið Spírunnar 13 Lítill ævintýragarður 14 Ávaxtarækt Heiðmörk 17 26 Að njóta ávaxtanna 18 Færðum garðinn inn á skrifstofuna 20 Epli, plómur, perur og kirsuber 26 Gleym mér ei 30 Lítill ævintýragarður Fjölæringar 34 Berjarunnar 38 14 Hindber 40 Jarðaber 41 Brúðkaupssýning 42 Fjölæringar Veisluleiga Garðheima 46 34 Fermingarsýning 48 Gleym mér ei Sædís Guðlaugsdóttir 30 Fyrirtækjaþjónusta Garðheima ! texti: Jóna Björk Gísladóttir myndir: Tómas Árni Tómasson Fyrirtækjaþjónusta Garðheima hefur verið starfrækt frá árinu 2000 við góðan orðstír og eru sífellt fleiri fyrirtæki að bætast í hóp ánægðra viðskiptavina. Sigurrós Guðmundsdóttir hefur séð um þessa þjónustu frá upphafi og er því orðin sannkallaður reynslubolti í því að fegra og bæta umhverfi fyrirtækja. En ekki allir gera sér grein fyrir um hvaða þjónustu ræðir. Hvað er það sem fyrirtækjaþjónustan býður uppá? Ég tek að mér að sjá um allar grænar þarfir fyrirtækja og er misjafnt hverjar þær eru. Til að stikla á stóru býð ég upp á ráðgjöf varðandi val á plöntum og umsjón með þeim, sé um áskrift á blómaskreytingum t.d. í móttökur sem og blómasendingar og innpakkanir vegna ýmissa tækifæra, skreytingar fyrir árshátíðir, jól eða önnur tilefni, umsjón með útisvæðum eða aðrar tilfallandi þarfi r. Í hverju felst umsjón með plöntum? Til að byrja með þá hjálpa ég fólki að velja plöntur og potta sem henta hverjum stað fyrir sig. Eftir það veiti ég ráðgjöf um umhirðu plantnanna eða tek að mér að sjá um þær, eftir því hvaða þjónustu fyrirtæki þurfa á að halda. Ég sé um að mæta á svæðið einu sinni í viku og vökva plönturnar, gef þeim áburð og sé um að þær séu ávallt sprækar og fallegar. Skiptir máli að hafa lifandi plöntur í fyrirtækjum? Já vissulega, því plönturnar gera svo mikið meira en að vera til skrauts. Venjulegar stofuplöntur geta verið mjög hjálplegar við að hreinsa eiturefni úr loftinu. Vísindamenn NASA hafa t.a.m. stundað rannsóknir á þessu og sýndu niðurstöðurnar að plöntur hafi mjög mikla þýðingu fyrir heilbrigt loft hjá nútíma fyrirtækjum. Betra loft skilar sér í heilbrigðari starfskröftum og bættum vinnuafköstum. Einn af okkar stærstu kúnnum er fyrirtækið CCP sem er einmitt með mjög stórar skrifstofur. Þeir leggja mikið uppúr því að hafa lifandi plöntur í kringum starfsfólk sitt og eru 4 með yfir 100 lifandi plöntur til að tryggja gott andrúmsloft. Eru fyrirtæki almennt meðvituð um þetta? Þetta er smám saman að koma myndi ég segja. Sífellt fleiri fyrirtæki eru að skipta út silkiplöntum fyrir lifandi plöntur eftir að hafa rekið sig á að rakastigið í loftinu hefur ekki verið nægilega gott. Silkiplönturnar eru þá frekar hafðar í þeim rýmum sem erfitt er að hafa lifandi plöntur, t.d. í fundarherbergjum og á dimmum stöðum. Mestu skiptir að hafa lifandi plöntur nálægt skrifborðum starfsmanna, helst ein á hverju borði ef hægt er að koma því við. Eru einhverjar ákveðnar plöntur betri en aðrar? Já samkvæmt niðurstöðum NASA þá eru eftirfarandi plöntur hvað duglegastar við að hreinsa óæskileg efni úr loftinu: Dvergpálmi Bergflétta Gerbera Drekatré Crýsi Friðarlilja En tekurðu að þér umsjón með hverju sem er á útisvæðum? Fyrirtæki hafa yfir mjög ólíkum útisvæðum að ráða og því misjafnt hvaða verk um ræðir. Ég hef séð um að setja skreytingar í ker, setja niður og sjá um plöntur og tré, klippingar, sláttur, uppsetningu á seríum og fleira í þeim dúr. Ef það kemur upp sú staða að ég ráði ekki við verkið þá sé ég um að koma fyrirtækjum í samband við garðverktaka eða aðra sem geta tekið að sér viðkomandi verkefni. H V Í T A H Ú SI Ð/SÍA 11-0705 r n HF$6&%)þinn banka K.%457.1458"$1;#)-$BC-$<$6"#.8"93" V ið hö f um margt að bj óða þér: V ið hj á Íslandsbanka leggj um mikinn metnað í að veita góða þjónustu. !"#$%&''()*$+,&-.%)$+$/0%1-&2334-$%4).5"-$.&*$4)#6&%74$6"#.8"9346"5)*$ :884-$4#$3484$)99%;.34-$+864-#45"-$<$/+-*+%)*=$ D$$E-4*F-.84-457"$-+#'(0@$:'$B(?5).3)= !"#$%&'(#)*"+,*-&*#+./#0*11*#2(/,(#34#(5")316(4(#3/#78#931654:# D$$!&-#%4)546&A55$meniga.is sem auðveldar þér að halda heimilisbókhald $ :'$'&-4$F3'(4%74+G3%45"-= >:*7)$<$,&"*.?85$:'$-+#'(4@4-$:884-$@4-4$2A-$B4#$,64#$6"#$'&3)*$1:#"#$ BC-$:'$,6&-5"'$B4#$'&5')-$@2-"-$."'$4#$.8"934$)*$6"#.8"93414584=$ D$$HG'"%&'45$5&314584$B4-$.&*$BF$'&3)-$$ $ %&2.3$I&.3$B<5$*+%= ;*"#&<,50#)31#=#0>&*#7?4: @&(4A+A>1,#B+1(/6+2(/,(#.#C'>66: D$$JI)'4$6"%74-B(?5).3)$$.&*$)*1)54-$$ $ B&"*$.&*$5;34$.C-$,&"%74-B(?5).3)$$ bankans. Þarabakki 3 - 109 Reykj av ík w w w.islandsbanki.is Sími 440 4000 Útskriftarveisla í þjóðlegum anda stílisti: Ingibjörg Víðisdóttir myndir: Jóna Björk Gísladóttir 6 Gaman er að velja þema fyrir skreytingarnar í útskriftarveisluna. Háskólaútskriftir bera oft upp í kring um þjóðhátíðardaginn, líkt og í tilfelli Karólínu Finnbjörnsdóttur. Því þótti borðleggjandi að hafa fánalitina í hávegum. 7 texti: Ólöf Erlingsdóttir og Jóna Björk Gísladóttir Matlaukar Þótt matlaukar hafi verið ræktaðir í þúsundir ára, er ekki löng hefð fyrir ræktun þeirra hérlendis. Undanfarin ár hefur það þó verið að færast í aukana og hefur ræktun þeirra gefist vel. Sé gætt að réttum ræktunarskilyrðum skila laukar almennt góðri uppskeru og eiga það meira að segja til að fæla burt óæskileg aðskotadýr úr grænmetisgarðinum. Matlaukar er flokkaðir í blaðlauka annars vegar, þar sem eingöngu eru nýttir stönglar og blöð og hnýðislauka hins vegar, sem aðallega er nýttur vegna lauks neðanjarðar, en stundum blöðin einnig. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vilja frjóan og áburðarríkan jarðveg, vel ræstan, og sólríkan stað. Blaðlaukar Graslaukur er fjölær og frekar auðveldur í ræktun. Blöð hans eru grágræn og hol og nokkuð bragðmild. Gott er að finna graslauknum varanlegan stað í útjaðri grænmetisgarðsins, en einnig má rækta hann í potti. Honum er fjölgað með skiptingu eða með sáningu í marsmánuði. Til að koma í veg fyrir að stilkar verði grófir er gott að klippa hann reglulega og hægja þannig á blómgun. Þótt blóm hans séu vel æt vilja flestir frekar blöðin. Vorlaukur er fjölær þótt við nýtum hann nánast eingöngu á fyrsta ári hérlendis. Hann er hraðvaxta og mjög auðveldur í ræktun. Vorlaukurinn myndar hvíta litla blómlauka og holan stilk og er hann allur nýttur til ætis. Ef hann er skilinn eftir í jarðvegi myndar hann þyrpingar sem hægt er að skipta upp að vori. Honum er sáð í apríl og þarf 4 vikur í forræktun við 14-18° c. Hann kýs sólríkan stað, sendinn og vel framræstan jarðveg þar sem hann þarf Fróðleikspunktur um lauka Laukar eru ekki bara útlitið og ilmurinn heldur luma þeir á nokkrum góðum brögðum. Þeir eru mjög hjálpsamir við að lækka kólestrólið í blóðinu, koma hringrásinni af stað, lækka blóðsykurinn og vinna gegn astma svo eitthvað sé nefnt. dýpt til að hvíti hluti hans verði lengri. Hægt er að fara að nýta hann þegar stilkurinn er orðin c.a. blýantsbreidd. Púrrulaukur er harðgerður en þarf góða birtu og rakaheldinn og áburðarríkan jarðveg. Hann hefur hvítan, þykkan stilk og breið flöt blöð og verður c.a. 40 cm á hæð. Honum er fjölgað með sáningu í febrúar-mars og er forræktaður inni í 8-10 vikur. Hann vill koma með löng og mjó blöð og er því gott að klippa tvisvar ofan af honum í forræktuninni. Við útplöntun er nauðsynlegt að klippa af rótunum, þannig að þær séu um 3 cm að lengd. Púrra þarf 15 cm bil á milli plantna og 30-40 cm milli raða. Ýta þarf mold upp að stöngli (hreykja að) a.m.k. tvisvar yfir vaxtartímann til að lengja hvíta hluta lauksins (bleikja). Með því að bleikja gerum við stilkinn meyrari. Hnýðislaukar Hnýðisla ý Matlaukur og rauðlaukur þurfa frjóan og vel framræstan jjarðveg á sólríkum stað, jafnvel í vermireit í bbyrjun. Þeim er fjölgað með sáningu í lok ffebrúar til byrjun mars, ýmist forræktaður inni eða ræktaður út frá smálaukum (útsæðislaukum). Laukurinn fjölgar sér ekki (útsæðislaukum sjálfur og getur orðið um heldur stækkar hann h þvermál, ca 15-45 cm á hæð, með blöð 10 cm í þvermál gild og hol að iinnan. Honum er síðan plantað maí með um 5 cm bili og 25-30 út í ma cm c á milli raða. Laukurinn er settur efst í moldarlagið svo það s glitti í enda. Hægt er að nýta blöðin á vaxtartíma en passa þarf að taka þau ekki öll til að hindra hin ekki vöxtinn. Laukurinn er fullþroska þegar blöð Laukuri byrja að visn visna. Þá þarf að taka hann upp og þurrka. La Laukarnir geymast vel þegar skænisblöð (ystu blöðin) eru orðin þurr og er þá óhætt að setja hann í geymslu við 0-7°C og lágt rakastig. Skalotlaukur er frábrugðinn matlauk í ræktun. Hann myndar allt að 10 smálauka í kringum sig á vaxtarskeiðinu. Honum er fjölgað með 8 Laukauppskrift Ferskir nýtýndir laukar eru alveg himneskir á grillið. 1. Fjarlægið ysta lagið, skerið ofan af toppnum og í kross ofan í hálfan laukinn. 2. Setjið laukinn í álpappír með vænni smjörklípu ofaná, smá salt og pipar og lokið að. 3. Grillið þar til laukarnir eru orðnir mjúkir. sáningu í lok febrúar til byrjun mars eða ræktaður út frá útsæðislauk. Honum er plantað út í maí og þarf að hylja hann með um 4 cm þykku moldarlagi. Hæfilegt bil fyrir skalotlauk er 15 cm á milli plantna og 30 cm á milli raða. Eins og matlaukur er hann tilbúinn þegar blöð fara að visna og gulna. Þá er hann tekinn upp og þurrkaður. Athugið að skalotlaukur þolir ekki að frjósa. Hvítlaukur samanstendur af mörgum hnýðum. Honum er fjölgað með því að setja hnýði (geira) um 5 cm í jörðu mjög snemma vors eða að hausti og er þá skilinn eftir yfir veturinn. Þroski hans og vöxtur stjórnast af hitastigi. Hitastig undir undir 0°c kemur honum í vetrardvala og myndar hann þá ný rif. Hitastig undir 7°c kemur svo rótarkerfinu af stað. Til að mynda mörg hnýði þarf hann helst að vera amk 2 mánuði í jörðu við hitastig undir 7°c. Þegar blaðendar byrja að gulna er kominn tími til að uppskera laukinn. Ef hann bíður of lengi er hætta á að skænisblöðin (ystu blöðin) eyðileggist. Hvítlaukurinn er geymdur með því að þurrka hann. Þá eru blöðin fléttuð saman og hann látinn hanga á þurrum stað. Nýtt grill frá Weber -Spirit E 310 Premium - mikið úrval af aukahlutum Söluaðilar.: Járn og Gler hf - Garðheimar www.weber.is - Húsasmiðjan stílistar: Ingibjörg Víðisdóttir og Salbjörg Bjarnadóttir myndir: Jóna Björk Gísladóttir Grillveislan... Hentugt er að geta staflað garðstólunum. " Þegar veður leyfir er ekkert skemmtilegra en að halda grillveisluna undir berum himni! Citronella-kertin sjá um að halda flugunum frá. Ferskar kryddjurtir eru bæði fallegt og girnilegt borðskraut. Hengitóbakshorn Lugtir skýla eldinum fyrir veðri og vindum 10 Afskornar gerberur Tvíburaspori Salatplöntur geta verið fallegar í pottum Sólboði " Hosta Pottar og plöntur í öllum stærðum og gerðum skapa grænu stemninguna á hvaða palli sem er! Sólboði Hengitóbakshorn - Million bells 11 Spíran Í júní 2010 varð langþráður draumur að veruleika þegar Garðheimar teygðu anga sína upp á aðra hæðina og bistro staðurinn Spíran opnaði. Hugsunin með Spírunni var að hún myndi þjóna sem rúsínan í pylsuendanum á ánægjulegri heimsókn í Garðheimum eða kærkomin hvíld frá amstri dagsins. Þar gæti fólk sest niður í þægilegu andrúmslofti, fengið sér hressandi kaffibolla eða orkuríkan hádegisverð og gluggað í fræðsluritin sem þar er að finna, hvort sem það er ræktunar-, hönnunar- eða næringarfróðleikur sem hugurinn þyrstir í. Hamingja í áskrift! Spíran sendir hádegismat til fyrirtækja eða hópa, bæði daglega og ákveðna daga í viku eða eftir hentisemi. Hægt er að velja um rétt dagsins, salat dagsins, súpu dagsins eða spírulokur Matseðillinn okkar er mjög breytilegur en við pössum alltaf uppá að hann uppfylli skilyrðin okkar um að gleðja bragðlaukana, seðja svanga maga, næra líkamann, gefa orku út vinnudaginn Nánari upplýsingar um matseðilinn er hægt að nálgast á www.spiran.is eða með því að senda fyrirspurninr á netfangið [email protected] 12 Spíran leggur mikla áherslu á næringarinnihald, ferskleika og bragðgæði matarins og býður upp á skemmtilega fróðleikspunkta tengda matnum og næringargildi hans. Í anda Garðheima er þar einnig mikið lagt upp úr því að bjóða upp á mat ræktaðan og framleiddan af íslenskum aðilum og sem mest verslað beint frá bónda. Á sumrin eru aðföngin sótt í nærumhverfið þar sem salat, kryddjurtir, grænmeti og ber eru ræktuð á Garðheimalóðinni. Spíran er opin alla daga frá 11:00 til 17:00 Grillnámskeið Spirunnar Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumaður er yfirkokkur Spírunnar. Hann er maður margra bragða og leynitakta hvort sem er í eldhúsinu eða á grillinu. Nú í vor ætlar Hinrik að deila vitneskjunni með áhugasömum þar sem hann mun vera leiðbeinandi á Grillnámskeiðum Garðheima og Weber. Þar munu þátttakendur eiga fyrir höndum skemmtilega kvöldstund þar sem farið verður í undirbúning á mismunandi hráefni, marineringar, hitastillingar, tímaviðmið, muninn á gas- og kolagrilli og allt það sem þarf að vera á hreinu til að ná fullkomnum árangri á grillinu. Í lok námskeiðsins verður svo slegið til veislu þar sem grilltæknin verður sannprófuð. Hvers konar hráefni munt þú taka fyrir? Það er tvískipt, annars vegar verða það pizzur og stórsteikur sem þarfnast smá meiri tækni á grillinu en kótilettur, eins t.a.m. nautaribeye og svínarif. Hins vegar kjúklingur og sjávarfang eins og t.a.m. þorskur í bananalaufi og fleira spennandi. Einnig mun ég taka fyrir grænmeti eins og ferskan maís ofl. sem margir veigra sér við að grilla. Er námskeiðið fyrir hvern sem er eða aðeins fyrir óreynda grillara? Námskeiðið er hugsað jafnt fyrir vana sem og óvana grillara, það eiga allir að læra eitthvað nýtt. Hvað græða reyndir grillarar á námskeiðinu? Djúpan fróðleik, af hverju mistökin geta orðið á grillinu, meðhöndlun hráefnisins fyrir og eftir grillun, smá eðlis- og efnafræði á bakvið hegðun kjötsins á grillinu og fleira í þá áttina. Þurfa þáttakendur að eiga gott grill heima til að græða á námskeiðinu? Ég verð með tækni sem ætti að nýtast á hvaða grilli sem er, en auðvitað er fylgni á milli gæða grillsins og því hve öruggur þú ert með að maturinn heppnist vel. Mælir þú sérstaklega með Weber grillum, hafa þau eitthvað framyfir önnur grill? Já ég mæli hiklaust með Weber þar sem járnið í þeim er sérstaklega gott og hönnunin öll, sem verður til þess að hitinn flæðir jafnt um grillið og maturinn brennur síður. Þá er mjög auðvelt að stjórna hitanum á Weber grillum, hvort sem um ræðir kola- eða gasgrill. Hvað finnst þér skemmtilegast að grilla? Svínarif, ég eyði gjarnan góðum tíma í að undirbúa svínarif alveg frá grunni og elska bæði að grilla þau og borða þau. Svo hef ég mjög gaman af áskoruninni við að grilla stórar óhefðbundnar steikur eins og t.d. heilt lamb og stóra nautavöðva. Hvaða áherslur eru í þinni matreiðslu? Að nota ferskt og gott hráefni og vita hvaðan það kemur. Geturðu nefnt eitthvað eitt lykilatriði við að vera góður grillari? Yfirvegun og þolinmæði. Geturðu deilt með okkur einni góðri uppskrift að lokum? Ég ætla að deila með ykkur einni góðri uppskrift af nautaribeye sem ég tek einmitt fyrir á námskeiðinu. Kaffi-chillihjúpað nauta ribeye 2 tsk ristuð cumin fræ 2 msk espresso baunir 1 msk chiliduft 1 msk paprikuduft 1 tsk sjávarsalt 1 tsk nýmalaður pipar Allt sett í kaffikvörn eða Mulinex vél og blandað þar til verður að dufti. 800gr nauta ribeye Salt og pipar eftir smekk. Ólífuolía Aðferð: Kjötið penslað með olíu og síðan kryddblöndunni og látið standa við stofuhita í u.þ.b. 20 til 30 mínútur áður en grillað er. Skráning á námskeiðin Opið er fyrir skráningar á námskeið sem haldin verða 14.apríl, 28. apríl og 19. maí, en einnig er boðið uppá sérnámskeið fyrir hópa sem telja 12 manns eða fleiri. Skráningar má senda á netfangið [email protected]. Nánari upplýsingar um grillnámskeiðin má nálgast á heimasíðu Garðheima: www.gardheimar.is 13 stílisti: Jóhanna Gunnheiðardóttir myndir: Jóna Björk Gísladóttir Lítill ævintýragarður Í litlum bakgarði í Hafnafirði hefur tekist að skapa dásamlegt umhverfi til að njóta íslenska sumarsins. Um er að ræða c.a. 50 fm skika þar sem gömul hellulögn liggur upp við húsið og mjó grasrönd stendur við enda hennar. Á þessum litla skika er verið að rækta ótrúlega margt sem sannar að oft þarf ekki mikið meira en nokkrar plöntur og smá hugmyndauðgi til að skapa ævintýralega garðstemningu. ! Fyllt hengitóbakshorn og stjúpur Huggulegt fjölskylduhorn 14 # Kertaljós fyrir stillt sumarkvöld Ein og ein stjúpa stingur sér upp á milli sígrænu plantnanna Fuglabaðið dregur líf í garðinn Hortensía Afdrep fyrir bestu vinina! Salatplöntur taka sig vel út í fallegum steinkerjum Blaðsalat 15 Lítill ævintýragarður # Hostur og pelargoniur mynda fallegt par Mikið af fallegum steinastyttum setja svip sinn á garðinn Hortensíur og tvíburaspori 16 Silfurkambur og fyllt tóbakshorn Heiðmörk $ vinsælt útivistarsvæði og viðarvinnsla í jaðri höfuðborgarinnar Fjölsóttasta útivistarsvæði landsins er Heiðmörk í útjaðri Reykjavíkur, en þangað koma hundruð þúsunda gesta á hverju ári og fer sífellt fjölgandi. Skógræktafélag Reykjavíkur hefur frá því svæðið var opnað árið 1950 haft umsjón með skipulagi og öllum framkvæmdum þar. Elliðavatnið er vinsælt veiðivatn sem dregur marga til sín frá vori fram á haust og sífellt er verið að bæta og fjölga áningarstöðum og göngustígum inni í Heiðmörkinni, ekki síst í elsta hlutanum. Töluverð umsvif eru á aðventunni þegar Jólaskógurinn opnar í Hjalladal og Jólamarkaðurinn Elliðavatni er starfræktur við miklar vinsældir fjórar helgar fyrir jólin. Vinnuflokkur á vegum félagsins starfar allan ársins hring auk þess sem mikill fjöldi ungmenna og sjálfboðaliða kemur til liðs við félagið á sumrin, mikið er gróðursett og umhirðurþátturinn fer eðlilega vaxandi. eftir kurli og bolviði hjá félaginu. Sala á skógarafurðum er Skógræktarfélaginu mikils virði sem tekjuöflun til reksturs Heiðmerkur. Félagið horfir til þess að vinnsla á viði fari vaxandi í Heiðmörkinni á næstu árum og áratugum og hvetur borgarbúa og aðra til að hafa samband og leita frekari upplýsinga og tilboða á efniviði úr hinum reykvíska skógi í Heiðmörk. Grisjunarþörfin í skógum Heiðmerkur er mikil eins og kunnugt er og með grisjuninni fellur til meiri og meiri viður sem nýttur er á margvíslegan hátt. Mest er unnið og selt sem eldiviður og einnig er mikil eftirspurn Verið velkomin í Viðarvinnsluna í Heiðmörk! Trjákurl Eldiviður Bolviður ur í stórsekkjum og pokum og Fánastangir í mörgum lengdum í grindum og pokum m Allur viður unninn úr skógum Heiðmerkur Elliðavatn | sími 564 1770 | www.heidmork.is ur fæst keypt hjá okk og í Garðheimum 17 Garður félagsmanns í Mosfellsbæ. Að njóta ávaxtanna Ljósm. Kristleifur Guðbjörnsson. Valborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Garðyrkjufélags Íslands skrifar Snyrtilegur og aðgegngilegur matjurtagarður, mynd tekin í lok maí. Girnilegar plómur ´Violetta´, mynd tekin í ágúst á Suðurlandi. 18 Áhugafólk um garðyrkju veit manna best að garðyrkja stuðlar að hollri útiveru og hreyfingu, en garðyrkjan er einnig skapandi áhugamál sem nærir bæði líkama og sál. Uppskeran er því ekki eingöngu mæld í kílóum af lífrænt ræktuðu grænmeti, berjum og ávöxtum heldur er gleðilegasta uppskeran ekki síst sú ánægja sem garðurinn veitir okkur. Árangurinn af fegrun umhverfisins og skjólið sem trén og runnarnir veita okkur, er ekki einungist notalegt fyrir mannfólkið, því skjólið er tækifæri til ræktunar á ýmsum viðkvæmari og meira spennandi tegundum. Mikil vakning hefur verið í alls konar ræktun undanfarin ár, ekki síst ræktun á ýmsum nýjum tegundum sem engan óraði fyrir að hægt væri að rækta hér á landi. Má þar nefna ýmsa skrautrunna, framandi matjurtir og nú síðast ávaxtatré. Félagsmenn Garðyrkjufélags Íslands fylgjast vel með og margir vinna frábært brautryðjendastarf í ræktunartilraunum. Nýjasta tilraun á vegum félagsins er ávaxtatrjáaræktun. Vonandi eiga niðurstöður þeirrar tilraunar eftir að koma sér vel fyrir komandi kynslóðir. Vafalítið kemur það ýmsum á óvart, en Garðyrkjufélag Íslands er eitt elsta áhugamannafélag landsins, stofnað árið 1885. Alla tíð hefur markmið félagsins verið að auka og efla áhuga á garðyrkju í landinu. Hefur því verið fylgt eftir með veglegri útgáfu Garðyrkjuritins sem félagar fá árlega. Félagið heldur úti öflugri heimasíðu www.gardurinn.is með fréttum af félagsstarfi og fróðleik um allt er lýtur að garðyrkju. Heimasíða félagsins er einnig vettvangur skoðanaskipta meðal félagsmanna og þar geta nýir félagar skráð sig í félagið. Kostir þess að vera félagsmaður eru margvíslegir. Plöntuskiptadagur á vorin hefur verið vinsæll dagur um land allt, skipulagðar eru garðagöngur, garðaskoðanir, fræðslufundir og námskeið. Árlega er í boði frælisti með um 1000 tegundum sem félagar hafa safnað sjálfir. Farið er í skipulagðar fræðslu- og skoðanaferðir bæði innanlands og utan. Innan félagsins eru starfræktir eftirtaldir klúbbar: rósaklúbbur, matjurtaklúbbur, sumarhúsaklúbbur, blómaskreytingaklúbbur og sá allra nýjasti er ávaxtaklúbburinn. Þá er eru deildir félagsins starfandi á landsbyggðinni. Félagsskírteini veitir afslátt hjá garðplöntusölum og ýmsum öðrum fyrirtækjum. Það er því fljótt að borga sig að vera félagi. Yngri félagsmenn læra af þeim sem eldri eru og reyndari, þannig miðlast þekkingin milli kynslóða og fræið sem til var sáð verður að plöntu og fær að stækka og dafna. %& Vermieer Trjákurlari tekur allt að 30 cm trjáboli Mjög afkastamikið tæki | notað af skógræktarfélögum og Garðyrkjuverktökum Einnig er hægt að leigja leigja tækið tækiðtiltileinstaklinga einstaklinga með með manni manni » þarf ekki að farga og flytja trjáboli » tækið mylur mylur tréð tréðí íkurl kurlsem semhægt hægt er er aðað nota nota í í tjábeð og stígagerð stígagerð Alstor útkeyrsluvagn fyrir skógrækt Hentugur fyrir þröngar þröngar aðstæður aðstæðurtiltilathafna athafna í skóglendi í skóglendi Kjörinn til stígagerða og og efnisflutninga efnisflutningaí viðkvæmu í viðkvæmu gróðurlendi gróðurlendi Tækjaleiga Garðheima gerðu garðinn frægan! Tækjaleiga Garðheima býður frábært úrval af tækjum sem létta ykkur störfin: við snyrtingu lóða, jarðvegsframkvæmdir, viðgerðir eða málningarvinnu. Við leigjum aðeins út tæki í fyrsta flokks ástandi. Tækin okkar eru afkastamikil og auðveld í stjórnun. Við bjóðum fjölbreytt úrval af: smágröfum, kerrum, beltavögnum, keðjusögum, hekkklippum, stauraborum, sláttuvélum, steinsögum, mosatæturum, hæðamælum, fleygum, sand- og saltdreifurum auk ýmissa annarra tækja. skoða tala skrifa Beltadrifin sláttuvél Laski stubbatætarar Til í ýmsum stærðum bæði til sölu og leigu. Mokar upp stubbana og rótarkerfið án þess að raska umhverfinu. Hægt er að sjá tækið vinna á www.laski.cz Timan RC 750: beltadrifin, öflug sláttuvél notuð í allt að 58 gráðu halla. Hægt er að skipta út hnífum og nota hana líka í grófu undirlandi. Sjá nánar á: www.timan.dk Beltavagar Úrval smátækja Sjáðu meira um Tækjaleigu Garðheima á www.gardheimar.is/taeki Beinir símar eru 864 3325 & 893 8424 Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið: [email protected] Smágröfur Steinsagir Kurlarar Sláttuvélar Við erum hér Garðheimar aðalbygging Afgreiðslutími Tækjaleigu Garðheima 09.00 - 18.00 virka daga 10.00 - 17.00 laugardaga 10.00 - 16.00 sunnudaga Stauraborar Tækjaleigan er hér Sláttuorf Kerrur sem bera Við leigjum kerrur í sérflokki sérstaklega styrktar og henta vel til flutnings á sandi, grús, mold ofl. Keðjusagir texti: Jens Sigurðsson myndir: Jóna Björk Gísladóttir Færðum garðinn inn á skrifstofuna Gísli og Jónína í Garðheimum sótt heim Í hálfa öld hafa hjónin Jónína S. Lárusdóttir og Gísli H. Sigurðsson verið á kafi í garðyrkju. Þau hafa yndi af því að vera saman úti undir berum himni og rækta fjölbreyttar og fágætar tegundir sér til ánægju og yndisauka. Fyrir þeim er garðyrkjan sjálfsagður og nauðsynlegur þáttur í lífinu. Fyrir 20 árum urðu vatnaskil hjá þeim þegar þau festu kaup á Verzlun Sölufélags Garðyrkjumanna og áhugamálið varð að lífsviðurværinu. Við settumst niður með þeim hjónum síðasta sumar, spjölluðum við þau um ræktunaráhugann, skoðuðum garðinn þeirra og spurðum þau um áhugasvið og áherslur þeirra í garðyrkjunni og líka hvort þau lumi á einhverjum ráðum og leynibrögðum fyrir okkur hin? 20 21 Áhuginn kviknar Við byrjuðum á að forvitnast um hvenær áhugi þeirra á garðyrkju hafi kviknað og hvað hafi valdið því? „Það má eiginlega segja að ég hafi fæðst inn í þennan heim“ segir Gísli. „Við æskuheimili mitt í Hrísey var mikil matjurtarækt. Þar ræktuðum við fjölskyldan algenga hluti eins og grænkál, rófur og kartöflur. Síðan vorum við líka með nokkuð myndarlega jarðaberjaræktun, þótt hún hafi nú verið með aðeins öðrum hætti en við þekkjum í dag. Þá var hver planta strengd upp á vír í glerkassa og samviskusamlega séð um að klippa afleggjara og óþarfa blöð svo hvað mest orka færi í berin sjálf. Þetta þótti framandi í þá daga og við vorum þau einu í eynni sem reyndum við jarðaberin.“ segir Gísli og bendir á að það hafi fylgt móðurættinni sinni, Schiöth ættinni, mikil gróðurmenning alla tíð en hún var meðal frumkvöðla við stofnun Lystigarðsins á Akureyri. Jónína ólst upp í ævintýralegu húsi við Hverfisgötuna í Hafnarfirði en það var þó ekki þar sem garðáhuginn vaknaði. „Áhugi minn á ræktun kviknaði í kartöflugörðunum með pabba, undir Ásfjalli, en þar áttum við spildu og kofa. Í þá daga var ekkert verið að setja fyrir sig að það væri enginn bíll til á heimilinu og það væri klukkutíma ganga þar uppeftir.“ segir Jónína. „Ég lagði metnað minn í að hjálpa honum að setja niður og taka upp kartöflur, sjá um grænmetið og hirða rabarbarann. Við tókum líka frá útsæði til næsta árs, sultuðum og gerðum sem mest úr þessu sem við gátum.“ bætir Jónína við og talar um að í þá daga var litið á ræktunina meira sem búdrýgindi en áhugamál. Sjálfsagður hluti af heimilishaldinu Jónína segir þau hjónin hafa fengist við einhvers konar ræktun allan sinn búskap og verið með gróðurhús við öll sín heimili. Gísli í hindberjaskóginum sínum! 22 " Gísli og Jónína hafa ræktað grænmeti og ávexti í gróðurhúsinu sínu í mörg ár með góðum árangri. Vínviðurinn er t.a.m. orðinn 25 ára og gefur alltaf vel af sér. Þá eru gúrkur og tómatar fastagestir en nýjasta viðbótin er perutréð sem er eftir nokkurra ára dvöl farið að gefa hraustlega af sér. „Okkur hefur alltaf þótt þetta sjálfsagður hluti af heimilishaldinu. Á þeim tíma sem við reistum okkar fyrsta gróðurhús á Ölduslóðinni í Hafnarfirði var Gísli með dellu fyrir Dalíum og tókst ræktun þeirra rosalega vel upp. Ég man að ég var svo sérstaklega heilluð af einu blómi að ég málaði mynd eftir því.“ segir Jónína og heldur áfram. „Þar vorum við líka með myndarlegan grænmetisgarð þar sem við ræktuðum m.a. belgbaunir við miklar vinsældir. Á ég sérlega sterkar minningar þaðan af krökkunum að opna belgina og týna upp í sig.“ „Við höfum alla tíð verið að rækta jarðaber og tekið sama yrkið með okkur á milli heimila en á síðustu árum hefur færst í vöxt hjá okkur að vera meira með berjarunna, eins og hindber, ekki síst út af barnabörnunum sem hafa voðalega gaman af að koma í heimsókn og næla sér í nokkur ber.“ segir Gísli og nefnir að skilyrði til ræktunar hafi breyst mikið á síðustu árum. „það er kominn upp svo mikill gróður í landinu. Sígrænu trén hafa vaxið upp í byggð og skapað skjól sem var ekki á þessum tíma. Ég man að maður var í stöðugum barningi við vindinn á Ölduslóðinni sem stóð í berskjaldaðri hlíð. Þar vorum við stöðugt í því að rækta upp limgerði til að mynda skjól og ræktunarskilyrði.“ Þora að prófa sig áfram “Kjarkinn til að þora að prófa sig áfram í garðyrkjunni segir Jónína þau hafa lært í gegnum Garðyrkjufélagið. „Við gengum í Garðyrkjufélag Íslands skömmu eftir að við giftum okkur, um 1967 og erum því búin að vera meðlimir þar í ein 45 ár. Þar kynntist maður dellufólki sem ýtti undir áhugann á því að prófa sig áfram í ræktun. Maður var alveg hissa á því hvað fólk gat ræktað þegar á þessum árum.“ segir Jónína. Við fórum að skoða garða hjá fólki sem var ómenntað í þessum fræðum eins og við en náði alveg ótrúlegum árangri bara með því að prófa sig áfram.“ Þá bætir Gísli við. „Við erum búin að prófa okkur áfram t.a.m. með ýmsa ávexti sem við höfum þá ræktað upp frá fræi við misgóðan árangur. Maður verður að vera óhræddur við að prófa. Stundum tekst vel til og stundum ekki, þannig á framþróunin sér stað. Á þessum árum heyrðist mikið að ákveðnir hlutir myndu aldrei þrífast á Íslandi og var því mikil hvatning og innblástur að hitta þessa frumkvöðla.“ segir Jónína og eru þau hjónin sammála um að þetta hafi mótað afstöðu þeirra til vöruinnkaupa í Garðheimum. „Við lögðum á það áherslu frá fyrsta degi að koma með nýja hluti í sölu og fengum á okkur nokkra gagnrýni í byrjun. Margir sögðu að eitt og annað sem við vorum að prófa að koma með, myndi aldrei þrífast við íslenskar aðstæður. Líklega hefur reynslan sýnt að við höfðum rétt fyrir okkur því maður heyrir þessar gagnrýnisraddir ekki í dag.“ segir Gísli. Allir geta ræktað Þau hjónin hvetja fólk endilega til að prófa sig áfram í ræktun óháð aðstöðu, sérstaklega með mat- og kryddjurtir. „Þeir sem eru með svalir eða góða eldhúsglugga geta líka verið að rækta. Við höfum verið að einbeita okkur að því í Garðheimum að auka framboð af vörum fyrir þesskonar ræktun.“ segir Gísli. „Fólk sem hefur lítið pláss getur alveg ræktað gulrætur og hvaðeina í svalakössum. Það þarf bara að passa sig að setja ekki of mikið. Ég hef líka gert það og forræktað gulrætur í svalakössum til að fá uppskeru fyrr. Þá flyt ég þær yfir í í stórum kögglum og reyni ekkert að eiga við einstaka plöntur, þá eiga það þær til að verða kræklóttar.“ segir Gísli og bendir fólki sérstaklega á að nota vatnskristalla í potta- og kerjaræktun „þeir eru mjög sniðugir. Þessir kristallar eru eins og lítil grjón sem draga í sig raka og þegar fer að þorna í moldinni skilar kristallinn raka aftur út í jarðveginn og temprar þannig ræktunina.“ Jónína: „Mér finnst skemmtilegast að vera úti í garðinum mínum á góðum sumardegi, hlusta á þytinn í trjánum, horfa í kringum mig og bara njóta þess að vera til.“ Garðurinn sem hluti af stofunni „Eitt af því sem við vildum leggja áherslu á þegar við vorum að byrja með Garðheima var að líta á garðinn sem hluta af heimilinu. Bæði að færa garðinn inn í stofu sem og stofuna út í garð, þannig að litið væri á garðinn sem aðra stofu. Það finnst mér hafa tekist virkilega vel og er tíðarandinn í dag allt annar en þegar við vorum að byrja. Pallamenningin og skjólið sem hefur myndast í görðum á síðustu árum hefur hjálpað mjög við þessa hugsun.“ segir Gísli. „Mér er svo minnistætt þegar við vorum að hugsa um að flytja hingað, þá vorum við að undirbúa afmælisveislu dætra okkar sem halda átti í garðinum okkar í Hafnarfirði. Það var frekar sjaldgæft á þeim árum að halda veislur utandyra en okkur fannst svo gaman að gera eitthvað svona úti í garðinum. Þar vorum við hins vegar alltaf að stríða við rokið og því var það skjólið og veðursældin sem heillaði okkur fyrst við þetta hús sem við búum í núna. Það snýr beint á móti sólinni og stendur þannig að það skýlir vel helstu vindáttum hérna í Fossvogsdalnum. Við hugsuðum strax um það hvernig væri að haldið veislur hér í garðinum og hvernig við gætum tengt garðinn stofunni.“ segir Jónina og segir það hafa verið þeirra fyrsta verk eftir að þau fluttu að huga að garðinum. Þróun garðsins Þau hjónin hafa í dag nokkuð skýra verkaskiptingu í garðinum sem hefur þróast í áranna rás. „Já ég hef miklu meira gaman af því að rækta það sem maður getur borðað, matjurtir, ber, ávexti og þessháttar.“ segir Gísli. Og mér finnst gaman að rækta það sem er fallegt!“ bætir Jónína við og hlær. Gísli segir að verkaskiptingin hafi orðið meiri eftir að þau losuðu sig við limgerðin. „þegar við vorum að koma okkur upp skjóli vorum við með hátt og mikið limgerði umhverfis garðinn. Undir það síðasta var það orðin nokkur kvöð að „Okkur finnst mjög þægilegt að hafa fyrsta salat sumarsins í góðum pottum. Þá getur maður byrjað fyrr og tekið það inn ef það er von á næturfrosti eða vondu veðri. Það er líka hentugt við matseldina að hafa potta í eldhúsglugganum sem maður getur teygt sig í eftir þörfum.“ bætir Jónína við. Íris / Bretalilja Japönsk bóndarós Dornrós 23 " hlusta á þytinn í trjánum, horfa í kringum mig og bara njóta þess að vera til.“ Jarðaberjaplönturnar hafa fylgt þeim frá fyrstu búskaparárunum og vaxa með miklum myndarskap á nokkrum stöðum í garðinum, enda barnabörnin sólgin í þau! 24 Gísli byrjar að forrækta salatplönturnar sínar í febrúar og njóta þau hjónin þess að borða ferskt og nýræktað salat frá því snemma í maí fram til loka september. sjá um það. Það var því mikil bylting fyrir okkur að losna við það. Þá var skjólið í garðinum og hverfinu orðið þannig að við gátum einbeitt okkur að áhugasviðunum. Tré með stórri krónu brjóta mikið vindinn, sem og stakir runnar.“ segir Gísli og bendir fólki á að huga vel að því hverskonar trjám það planti í garðinn sinn. „Það þarf að vara sig á að vera ekki með of stór tré á lóðum. Öspin er dæmi um tré sem við eigum ekki að vera með í heimilisgörðum. Hún er þó mjög fín og brúkleg á stórum opnum svæðum þar sem þarf að brjóta vind. Í dag eigum við kost á að velja úr mun meira af fíngerðari og falllegri trjám og runnum sem við höfðum ekki hugmyndaflug til að rækta hér fyrir nokkrum árum síðan.“ „Við erum búinn að fella mikið af stórum trjám og færa til plöntur. Þetta höfum við gert hægt og rólega á þessum rúmlega 30 árum sem við erum búin að vera hérna. Garðurinn þróast með manni og í takt við tímann sem maður hefur til að sinna honum.“ segir Jónína. og sinni en lítum alls ekki á sem einhverja kvöð.“ segir Gísli. „Við reynum líka að njóta garðsins og erum alls ekki alltaf að puða. Við höfum svo markvisst minnkað grasið og sett áhugaverðar plöntur í staðin sem þarfnast minni umhirðu. Við reynum að stýra þessu þannig að það fari ekki allt í hers hendur ef við höfum ekki tíma til að sinna garðinum. „Við nýtum líka svalirnar útaf stofunni okkar til að setjast út og fá okkur að borða. Þær eru að hluta yfirbyggðar þannig að við getum setið þar óháð veðrum og vindum. Þar grillar Gísli líka allan ársins hring“ segir Jónína stolt af sínum manni. Þá eru þau hjónin sammála um hvað það sé sem garðyrkjan gefi þeim. „Ætli það sé ekki einna helst lífsfylling. Ég get alveg týnt mér í garðverkunum og það verður oft til þess að maður verður latur að fara á stjá og hitta fólk á góðum dögum, því maður bara tímir ekki að fara úr garðinum sínum.“ segir Gísli og þau viðurkenna að það togist stundum á við sumarbústaðinn hvað þau eru heimakær. Njótum garðsins Garðyrkjan er svo sannarlega stór hluti af lífi þeirra hjóna en þrátt fyrir að þau starfi við áhugamálið er áhuginn enn mikill þegar kemur að þeirra eigin garði. „Gísli kemur heim í hádeginu á hverjum degi og lítur eftir plöntunum í gróðurhúsinu, hvort þær þurfi vatn eða aðhlynningu. Svo erum við líka mjög dugleg að fara út í garð strax eftir vinnu ef veður leyfir.“ segir Jónína. „Þetta gerum við meira fyrir sál Það er alltaf eitthvað í gangi í garði þeirra hjóna, en hvaða tími þykir þeim skemmtilegastur? „Ég hef mjög gaman af uppskerutímanum, þegar ég fer að sjá fyrstu berin. Fyrst sé ég vísa í bláber í gróðurhúsinu, svo jarðaber, síðan hindber og loks vínber. Þannig að þetta kemur svona hvert af öðru frá júní fram í nóvember.“ segir Gísli. „Ég nýt mjög hughrifanna við garðinn“ segir Jónína. „Mér finnst skemmtilegast að vera úti í garðinum mínum á góðum sumardegi, Í garðyrkjubransann En hvernig atvikaðist það að þau hjónin gerðu garðyrkjuna að lífsviðurværi? „Það vildi þannig til að kunningi minn sem var nýkominn til landsins og byrjaður í vinnu fyrir Sölufélag Garðyrkjumanna, setti sig í samband við mig. Á þeim tíma var rekstur Sölufélagsins nánast á hausnum og eitt af því sem þeim hugnaðist til að rétta reksturinn við var að selja aðfangadeildina (Verslun Sölufélags Garðyrkjumanna). Þarna sáum við tækifæri til að fara að vinna við áhugamálið. Á þessum tíma var ég að vinna sem rekstrarstjóri Stöðvar 2 og þegar ég tilkynnti þeim þessa fyrirætlan mína hélt fólk að ég væri genginn af göflunum. En við sáum mikil tækifæri í rekstrinum og frá fyrstu stundu fórum við að vinna markvisst að draumnum um Garðheima. Við ferðuðumst mikið um Evrópu á þessum árum og skoðuðum hvernig Garden Center væru uppbyggð og fórum að móta með okkur hvernig við vildum byggja okkar rekstur.“ segir Gísli en í ár eru 20 ár liðin frá því að þau keyptu Verslun Sölufélagsins. Garðheimar Það hefur greinilega farið mikil vinna í tilurð Garðheima sem nú eru orðnir rúmlega 10 ára. Finnst ykkur á þessum tíma hafa tekist að gera Garden Center eins og ykkur dreymdi um? „Já ég myndi segja það. Garðheimar eru síbreytilegir, þróast í takt við tímana og reyna að höfða til fólks óháð árferði.“ segir Gísli. „Okkur hefur líka tekist að koma upp góðri fyrirtækjamenningu í Garðheimum. Starfsfólkið okkar er jákvætt, hefur góða Enskar pelargóníur " þjónustulund og er umhugað um að hjálpa okkur að láta fólki líða vel í búðinni okkar. Við erum líka þakklát fyrir að börnin okkar hafa sótt í að vinna með okkur. Þau hafa öll fjögur mjög ólíkan bakgrunn sem hefur reynst okkur vel í rekstrinum.“ segir Jónína sem nefnir að þau séu einnig mjög þakklát fyrir hvað fólk hefur enst lengi í vinnu hjá þeim og hve lykilstarfsmenn Garðheima séu með langan starfsaldur. Hvernig lítið þið til fyrirtækisins í dag. Eru Garðheimar fullkláraðir eða eru einhver verkefni eftir? „jájájá alltaf mikið eftir. Við ætlum okkur í nánustu framtíð að yfirbyggja gönguleiðir á útisvæðinu okkar þannig að viðskiptavinirnir geti ferðast betur um svæðið óháð veðri. Svo dreymir okkur um að geta líka fært hluta af veitingareksturinn okkar á Spírunni út undir bert loft. Ég held það verði alltaf hægt að koma með einhverjar nýjungar. Gillnámskeiðin sem haldin verða nú í vor eru gott dæmi um það. Garðheimar eru hálfgerð verslunarmiðstöð eða lífsstílsvettvangur.“ segir Gísli og telur að svalaræktun og berja- og ávaxtarækt verði mjög vinsæl á næstunni. „Ég held t.d. að fólk eigi eftir að demba sér í hindberjaræktun í meira mæli. Þau eru svo skemmtileg og henta vel til geymslu og frystingar. Svo er það önnur ávaxtaræktunin, eins og epli, perur og plómur. Ég ætla t.d. að setja eplatré í sumarbústaðarlandið í sumar og er mjög spenntur að halda áfram að prófa mig áfram í því.“ „Fólk sér hag í að rækta og við erum líka að koma til móts við fólk með að bjóða meira af hlutum til útleigu. Við höfum rekið tækjaleigu, þar sem fólk getur leigt stór og smá garðvinnutæki. Nú ætlum við einnig að endurvekja brúðar- og veisluleiguna okkar“ segir Jónína og bætir við að „í fyrra var svo framkvæmdur draumurinn um veitingaog kaffihús sem er búið að vera í bígerð öll þessi ár. Bretar eru mjög hrifnir af því að sækja Garden Center um helgar og margir líta á þessa staði meira sem veitingahús. Fólki líður vel innan um gróður, hann hefur svo góð áhrif á líkama og sál. Og ekki skemmir nú fyrir að geta notið góðs matar í leiðinni.“ segja þau hjónin að lokum. Svo erum við líka mjög dugleg að fara út í garð strax eftir vinnu ef veður leyfir.“ segir Jónína. „Þetta gerum við meira fyrir sál og sinni en lítum alls ekki á sem einhverja kvöð.“ segir Gísli. 25 " texti: Jens Sigurðsson myndir: Jóna Björk Gísladóttir Epli, plómur, perur og kirsuber Þú getur ræktað þín eigin „Býfl ugan getur ekki flogið. Eða svo segja lögmál eðlisfræðinnar. Það er bara enginn búinn að láta blessuðu fluguna vita. Það sama mætti í raun segja um ávaxtarækt á Íslandi“ Með þessum orðum hóf Henrik Jensen fyrirlestur sinn um ræktun, umhirðu og uppskeru aldintrjáa. Henrik er sérfræðingur í slíkri ræktun og rekur eigin aldinekru við Fjón í Danmörku. Hann undrast að Íslendingar flytji inn epli frá Kína og Bandaríkjunum og vildi vekja okkur til umhugsunar um hið ómögulega: að einn daginn gætum við verið sjálfum okkur nóg um epli og aðra ávexti. Hvað svo sem digurbarkalegum yfirlýsingum lætur er víst að allar aðstæður til ræktunar á Íslandi hafa breyst mjög til batnaðar á síðustu áratugum. Sumir vilja halda því fram að höfuðborgarsvæðið sé stærsti skógur Íslands. Hér hefur myndast mikið skjól, samhliða hlýnandi veðurfari. Á síðustu árum hefur aldinrækt færst mjög í vöxt í heimagörðum. Framboð af góðum yrkjum til ræktunar eykst ár frá ári og landinn er almennt duglegri og áræðnari við að prófa nýjar, framandi plöntur í garðinn sinn. Hér á eftir er farið í gegnum nokkrar grunnstoðir aldintrjáaræktunar. Að miklu leyti er stuðst við upplýsingar frá námskeiði Henriks við Endurmenntunarstofnun Landbúnaðarháskólans á Reykjum 21. og 22. mars síðastliðinn. Skjól og staðsetning (Epli, plómur, perur, kirsuber) Í upphafi er mjög mikilvægt að huga að skjóli í garðinum. Ávaxtatré eiga ekki möguleika á að mynda aldin ef þau eru í stöðugum 26 barningi við vindinn. Tré, limgerði og skjólveggir skapa umhverfi þar sem aldintré þrífast. Í skjólinu skapast staðbundið veðurfar sem er oft nokkrum gráðum heitara en mælingar Veðurstofunnar segja til um. Þessi viðbótarhiti er mikilvægur þroska og vexti epla-, peru-, plómu og kirsuberjatrjáa. Það er því lykilatriði að velja trénu góðan stað, bæði bjartan og heitan. Margir bregða á það ráð að hafa aldintrén sín upp við húsvegg móti Suðri. Með því fær tréð gott skjól og hita frá húsinu. Við þessar aðstæður er líklegt að tréð blómgist 5-6 dögum fyrr en tré sem standa utar í garðinum. Hins vegar þarf að hafa í huga, að því fyrr sem trén blómgast, því berskjaldaðri eru þau gegn næturfrosti sem getur aftur skemmt blómgunina. Því er mikilvægt að skýla þeim á vorin ef von er á köldu veðri. Val á plöntum (Epli, plómur, perur, kirsuber) Öll aldintré sem seld eru á Íslandi eru á ágræddum stofni. Þetta þýðir að þú ert í raun að kaupa tvær plöntur, tréð sjálft og síðan grunnstofn hennar. Hingað til lands koma tré á grunnstofnum sem þola vel frost og umhleypinga. Yrkin sem grædd eru á grunnstofnana eru oftast búin að sanna sig á norðlægum slóðum og koma mestmegnis frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Kanada. Við viljum velja tegundir sem hafa stuttan tíma milli blómgunar og aldinmyndunar. Þegar farið er að stað að velja sjálft tréð er mikilvægt að velja sér hraustlegt og gott eintak. Við viljum helst kaupa að minnsta kosti tveggja ára gamalt tré þar sem þau gefa okkur von um uppskeru á öðru sumri. Ársgömul tré taka sér oftast lengri tíma og er þá ekki að vænta uppskeru fyrr en eftir 4 til 6 ár. Ráðlegt er að spyrja garðyrkjufræðing um aldur trjánna þegar þau eru keypt og biðja um aðstoð við val á réttri plöntu. Gott er að líta eftir trjám með hraustan og heilbrigðan stofn og sem hafa helst fleiri en fimm hliðargreinar. Þeim mun fleiri hliðargreinar því betra. Gróðursetning (Epli, plómur, perur, kirsuber) Þegar heim er komið og tréð gróðursett er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvar ágræðslupunktur trésins er. Þetta er nokkuð auðvelt að sjá, en tréð bólgnar aðeins út á þeim punkti neðarlega á stofninum. Þegar trénu er komið í mold er mikilvægt að ágræðslupunkturinn sé ofanjarðar og standi helst 10 til 20 cm uppúr. Það er til " Blómstur á eplatré að forða trénu sjálfu frá því að komast í snertingu við mold og sem gæti orðið til þess að það fari að skjóta rótum. Með því breytist eðli trésins og við missum stjórn á eiginleikum plöntunnar. Almennt eru aldintré ekki sjálffrjóvgandi. Því þarf tvö tré til að aldin myndist og við þurfum oft að hjálpa þeim við æxlun. Stögun (Epli, plómur, perur, kirsuber) Þótt trénu hafi verið valinn skjólgóður staður mót suðri er alltaf gott að staga tréð af, sérstaklega fyrstu árin meðan það rótar sig og stofninn gildnar. Með því að staga tréð er verið að minnka enn frekar áhrif vinda og tryggja að sem mest orka fari í aldinmyndun. Við stögun þarf að hafa hugfast að ágræðslupunkturinn er veikasti staður trésins og oft brotna tré einmitt þar. Þegar tréð er stagað skal forðast að setja álag nálægt þeim punkti. Helst þarf að velja tvo staði á trénu við stögun, hafa annan um ‹ fjarlægðar frá jörðu og hinn um ‹ frá toppi trésins. Klipping (Epli og plómur) Við klippingu á aldintrjám er meginatriði að hleypa sem mestri birtu í gegnum tréð. Við viljum að allar greinar (og þá öll aldin) njóti sólarinnar til jafns. Allar okkar aðgerðir miða að því að mynda sem flest blómbrum og þroska hliðargreinarnar svo þær myndi blóm. Gott er að halda einum hraustum sprota efst á trénu sem togar næringuna upp í gegnum allar greinar trésins. Jafnframt viljum við halda trénu fremur grönnu svo það taki síður á sig vind. Helst viljum við ekki að hliðargreinar séu þykkari en sem nemur þriðjungi af þykkt stofnsins. Þær klippum við inn að stofni en aðrar greinar sem við viljum snyrta til eru klipptar við brum sem vísa út frá trénu. Við reynum að skilja um þrjú til fjögur brum eftir á grein sem við viljum halda. Við það ættu að myndast ein til tvær greinar sem og blómsprotar. Þá ber að varast greinar sem vaxa upp með aðalstofni og geta farið í samkeppni við toppinn. Þær ættum við sömuleiðis að fjarlægja. Blómstur á kirsuberjatré Blómstur á perutré Húðvörurnar frá Urtasmiðjunni eru unnar úr heilnæmum jurtum og vottuðu lífrænu hráefni Vörurnar fást í heilsuog náttúruvöruverslunum Nánar á urtasmidjan.is Klipping (perur) Við klippingu á perutrjám gilda svipuð lögmál. Við viljum þó eingöngu halda greinum með meira en 60 gráðu horni. Aðrar greinar farlægjum við, því þær hætta að vaxa og mynda engin blómbrum. Urtasmiðjan Svalbarðsströnd | sími 462 4769 27 Ávaxtatré í Garðheimum 2011 Epli, plómur, perur og kirsuber Hér á eftir er listi yfir þau aldintré sem verða til sölu í Garðheimum vorið 2011. Eplatré Malus domestica ´Röd Haugmann‘ Malus domestica ´Röd Sävstaholm‘ Malus sylvestris ´Aroma´ Malus sylvestris ´Guldborg´ Malus sylvestris ´Katja‘ Malus sylvestris ´Lobo´ Malus sylvestris ´Skogfroged´ Malus sylvestris ´Summerred´ Malus sylvestris ´Transparent Blanche´ Malus sylvestris ´Eva Lotta´ Malus sylvestris ´Alice´ Perur Pyrus communis ´Conference´ Pyrus communis ´Clara Frijs´ Plómur Prunus domestica ´Czar´ Prunus domestica ´Opal´ Prunus domestica ´Victoria´ Kirsuber Prunus avium ´Stella´ Prunus avium ´Sunburst´ Prunus avium ´Lapins´ 28 Klipping (kirsuber) Kirsuberjatré hafa svipaða greinasetningu og perutré. Við viljum klippa um þriðjung af hliðargreinum ár hvert og hafa um 60cm á milli greinahópa. Frjóvgun og aldinmyndun Almennt eru aldintré ekki sjálffrjóvgandi. Því þarf tvö tré til að aldin myndist og við þurfum oft að hjálpa þeim við æxlun. Býflugan sem hjálpar til við frjóvgun í heitari löndum er sjaldan komin á kreik hérlendis þegar trén eru í blóma. Við getum borið frjó á milli trjáa með litlum pensli eða eyrnapinna. Við tökum úr blómi annars trésins og færum yfir í blóm hins trésins. Ef tréð blómstrar óvenju mikið og þú telur það á leið með að mynda fleiri aldin en það getur borið, er best að grisja blómin eða aldinvísana sem fyrst. Við viljum forða trénu frá því að eyða óþarfa orku. Sum tré vita sín takmörk og hvað þau ná að þroska af aldinum og henda af sjálf af sér blómunum. Á sama tíma byrja þau að mynda blómbrum fyrir næsta ár. Áburðagjöf Gott er að gefa aldintrjám Blákorn á vorin áður en þau eru að hefja blómgun, en alls ekki seinna en á Jónsmessu. Hæfilegt magn af Blákorni er um 25 til 40 g fyrir hverja plöntu. Mikilvægt er að gæta vel að skammtastærðinni og gefa ekki of mikið Blákorn því þá fer of mikil orka í blaðvöxtinn í stað þess að þroska aldin. Í Blákorninu er þó lítið kalí sem er plöntunni mikilvægt fyrir aldinþroska. Því getur verið gott að gefa einnig Kalísúlfat með Blákorninu. Nýtt í Garðheimum Nú getur þú ræktað sveppi í eldhúsinu! Frá og með miðjum maí verður hægt að fá í Garðheimum skemmtilega nýjung í eldhúsræktunina: sveppi! Nú er hægt að bera á borð heimaræktaða sveppi í salöt, súpur eða hvað annað sem þig listir. Það er sáraeinfalt að rækta sveppina og vænta má uppskeru á annari viku. Hægt er að velja um: venjulega hvíta sveppi, brúnsvepp, Shiitake sveppi og ostru-sveppi! Heiðmörk 38 | 810 Hveragerði | Sími 483 4800 | Fax 483 4005 | www.ingibjorg.is | [email protected] texti og myndir : Jóna Björk Gísladóttir $ Gleym mér ei grænir fingur Sædísar Guðlaugsdóttur í Borgarnesi Í útjaðri Borgarness, í skjóli myndarlegra trjáa hefur Sædís Guðlaugsdóttir garðyrkjufræðingur, með aðstoð ættingja og góðra vina, byggt upp myndarlega ræktunaraðstöðu sem telur orðið þrjú hús og um 1100 tegundir plantna. Um er að ræða garðyrkjustöðina Gleym mér ei, sem liggur skammt frá erli þjóðvegs 1, en á svæðinu ríkir þessi einstaka ró sem einungis gróðrinum er fært að skapa. Í einu horninu sé ég glitta í leiksvæði með trampolíni og á móti mér koma hænur vaggandi sem undirstrika afslappað og heimilislegt andrúmsloftið sem ríkir á svæðinu. 30 Garðyrkjustöðin Gleym mér ei fagnar 25 ára starfsafmæli sínu nú í ár, en hún opnaði dyr sínar þann 1. júlí 1986. Frá upphafi hefur Sædís haldið dagbók yfir starfsemina og hljómar fyrsta dagbókarfærslan þannig: „Jæja, þá er loksins skrifað undir langþráð blað. Það er að segja leigusamning við hreppinn um landið frá Pétri frá Kárastöðum. Svo er nú er bara að bíða eftir þinglýsingu og þá er hægt að hefja vinnuna.“ „Þá var liðið rúmlega ár frá því að ég byrjaði að sækja um, en ég var svo ung að þeir höfðu enga trú á því að ég gæti þetta.“ segir Sædís stolt í bragði, enda aldeilis búin að þagga niður allar efasemdarraddir. „Ég ákvað það 12 ára að opna mína eigin garðyrkjustöð og kvikaði aldrei út frá þeirri ákvörðun.“ Árið 1982 útskrifast hún úr Garðyrkjuskólanum og byrjar strax að leggja drög að opnun garðyrkjustöðvarinnar. Eftir nokkurra ára vinnu hjá Gróðrastöðinni Mörk og meira nám í Danmörku sótti hún um vinnu hjá Borgarneshreppi. „Þeir vildu ekki fastráða mig en höfðu áhuga á því að ráða mig sem verktaka til að sjá um grænu svæðin í bænum. Síðastliðin 27 ár hef ég því séð um Skallagrímsgarðinn, allar gróðursetningar og blómabeð í bænum, úðað og gert allt sem gera þarf. Það Helluhnoðri Tóbakshorn og Snædrífa Skógarmalva má því segja að ég hafi haft yfirumsjón með grænu útliti bæjarins og þróun garðyrkjunnar yfirhöfuð þar sem ég hef einnig verið í bakhöndinni hjá flestum fyrirtækjum bæjarins.“ segir Sædís. Sædís hefur því horft uppá bæinn breytast mjög mikið, sem og viðhorf almennings til ræktunar. „Í dag er bærinn orðinn mjög gróinn og fallegur og er ég búin að ná að pota plöntum allsstaðar sem hægt er. Mér finnst ég því eiga mikið í bænum og er mjög annt um þau svæði sem ég hef byggt upp. Það er líka mikill áhugi í dag hjá almenningi í Borgarnesi Kínavöndur „Það þurfa allir að eiga fleiri Nellikur, þær eru svo æðislegar“ á því að rækta og er ég stolt af því að hafa hjálpað til við að stuðla að því. Hér er mikið af fallegum görðum sem renna saman við umhverfið og mynda fallega heild. Náttúran flæðir svo oft inná lóðamörkin hjá fólki, þannig að bæjarbúar lenda oft í því að taka í fóstur kletta og annað sem kann að liggja að lóðinni þeirra.“ segir Sædís stolt í bragði. Á garðyrkjustöðinni er Sædís með um 1100 tegundir í ræktun og er sá lager orðinn nokkuð stabíll og gróinn. Hún leggur mesta áherslu á fjölæringana en er líka með sumarblóm og eitthvað af trjáplöntum í boði. „Ég er alltaf með sama grunninn en reyni nú alltaf að sá einhverjum nýjum tegundum líka. Ég skoða mikið fræbæklinga og tala svo við Nellika garðyrkjufræðingana í Garðheimum og í listigarðinum á Akureyri til að fá hugmyndir af nýjum plöntum til að prófa. Ég sái oft fyrir um 50-60 nýjum tegundum á ári, en út úr því koma oft ekki nema kannski 2 tegundir sem eru söluhæfar. Reglan er að plantan verður að lifa hjá mér í 2 ár áður en ég get boðið uppá hana. Flestar tegundir reyni ég við allavega tvisvar og er ég t.a.m. núna að prófa nokkrar tegundir sem ég prófaði fyrir 10 árum síðan og eru sumar að virka mun betur núna.“ segir Sædís og telur ástæðuna fyrir því vera bæði meiri reynsla af hennar hálfu sem og bættara tíðarfar. „Eins tek ég við fræjum sem fólk hefur orðið sér úti um og reyni að koma upp plöntu. Oft eru þetta fræ sem hafa ekki verið ræktuð hér á landi áður og hafa því engin íslensk nöfn. Til að mynda kom til mín kona að nafni Laufey með fræ af kvisti sem hafði ekki verið áður ræktaður á Íslandi og kom ég honum til fyrir hana. Hann er nú kominn í sölu hjá mér og heitir Laufeyjarkvistur“ segir Sædís glöð í bragði. Aðspurð um kosti fjölæringa segir Sædís þá hafa það framyfir sumarblómin að þeir komi alltaf upp á hverju sumri og hafi það framyfir kvistina að þeir detti alveg niður yfir veturinn. Þá ráðleggur 31 hún fólki að gróðursetja mikið skriðula fjölæringa eins og t.a.m. Dögglingskvist í botnlausar tunnur til að halda þeim í skefjum. „Fjölæringa er best að setja niður á vorin eða fyrri part sumars til að þeir séu búnir að koma sér vel fyrir þegar veturinn skellur á.“ segir Sædís og segir það jafnframt skipta miklu máli að vökva allar plöntur sem keyptar eru um leið og komið er með þær heim. “Þær eiga það til að hitna og þorna leiðinni í bílnum, sérstaklega þegar það er heitt úti og sól. Eins á helst að setja plönturnar niður samdægurs. Ef það þarf hins vegar að geyma þær í einhverja daga þarf að passa að setja þær í var þannig að þær sólbakist ekki.“ En það er alger synd hvað fólk kaupir lítið miðsumars og haustblómstrandi fjölæringa“ segir Sædís. „Fólk vill yfirleitt alltaf kaupa það sem er í blóma hverju sinn og þar sem flestir koma fyrri part sumars verða þeir fjölæringar sem blómstra seinni partinn mikið út undan. Sumir eru auðvitað búnir að pæla þetta út og velja vandlega samsetningar fjölæringa í garðinn. Það eru auðvitað lang fallegustu garðarnir, þar sem eitt tekur við af öðru og alltaf eitthvað í blóma.“ Sem dæmi um skemmtilega fjölæringa sem verða út undan nefnir Sædís Vendi, t.a.m. Kínavönd og svo Nellikur. “Það þurfa allir að eiga fleiri Nellikur, þær eru svo æðislegar. Eins finnst mér lyklarnir alltaf voða skemmtilegir þar sem þeir koma upp einna fyrstir á vorin og eiga það svo til að koma aftur á haustin á góðum sumrum. Eins er ég búin að finna gott afbrigði af Lavender sem lifir af íslenska veturinn. Ég ætla að spá því að það verði næsta tískufyrirbrigðið í ræktun.“ Þegar horft er um liðinn veg er Sædís sátt við sitt. “Það sem þessi 25 ár skilja fyrst og fremst eftir sig Sædís mælir með því að plönturnar séu alltaf vökvaðar um leið og heim er komið þar sem þær eiga það til að hitna og þorna í bílnum Sædís er búin að finna gott afbrigði af Lavender sem lifir af íslenska veturinn og spáir því að það verði næsta tískufyrirbrigðið í ræktun Lavender 32 Ég lofaði Maxie að hugsa vel um heilsu hans og hamingju allt lífið. CATHERINE NÆRINGARÞRÓUNARSTJÓRI PRO PLAN HÖFUNDUR AÐ PRO PLAN PRO BIFIDUS Axlar ábyrgð eins og þú. OPTI START fyrir hvolpa Með broddi, fyrstu móðurmjólkinni, sem staðfest er að eflir ónæmiskerfið. PRO BIFIDUS fyrir fullvaxna hunda Eykur magn bifidus-baktería í maganum og kemur þannig jafnvægi á meltinguna. ANTI AGE fyrir roskna hunda Staðfest að eykur árvekni og andlega snerpu. Þetta er þín ábyrgð. Þetta er okkar ábyrgð. Þetta er PRO PLAN. Fjölæringar Miðsumars- og haustblómstrandi Skriðklukka Er harðger, stórvaxin og mjög skriðul planta sem þrífst best í frjóum og rökum jarðvegi. Blómin eru fallega lillabláar klukkur sem lúta niður af 60-100 cm stönglum. Hún stendur í blóma í ágúst og september og hentar vel í stór engi eða svæði þar sem henni er frjálst að breiða úr sér. texti og myndir : Jóna Björk Gísladóttir 34 Malva Er falleg planta sem þrífst best á sólríkum stað í næringarríkri mold. Blöðin eru smágerð en blómin stór og falleg, ýmist bleik eða hvít á lit og standa í stuttum þéttum klösum upp af c.a. 60 cm stönglum. Hún stendur í blóma í júlí og ágúst. Laugadrottning Er harðger og blómsæl planta sem stendur í blóma frá júlí - september. Blöðin eru grágræn og striklaga og mynda þétta brúska. Fjöðruð blómin standa á um 1030 cm stönglum, geta verið ýmist fyllt eða einföld, eru mjög ilmrík og yfirleitt bleik eða rauð á lit. Fagurhjálmur Er harðger og myndarleg garðplanta sem þarf frjóan jarðveg en þolir vel að standa í skugga. Hann er um 100120 cm á hæð og blómstrar tvílitum baunalaga blómum í júlí - ágúst. Glæsihnoðri Er harðger og falleg þekjuplanta sem er nokkuð fljót að dreifa sér. Blöðin eru jarðlæg og fagurgræn og standa bleikrauð blómin upp á 30-50 cm stilkum. Hún þrífst best á sólríkum stað í þurrum og rýrum jarðvegi. 35 Grágresi Er mjög blómsæl planta sem stendur í blóma frá lokum júní og fram á haust. Stilkarnir eru um 15-20 cm háir og bera fallega bleik blóm með rauðum æðum. Hún er harðger og þrífst best í þurrum og sendnum jarðvegi eins og í steinhæðum. Garðableikja Er harðger og nægjusöm planta sem þrífst best í rökum jarðvegi. Blöð hennar eru nokkuð stór en blómin mörg og smá og vaxa þétt upp á c.a. 60 cm háum, sterkum stönglum. Hún stendur í blóma í júlí - ágúst. 36 Urðahnoðri Er smágerður og jarðlægur og minnir oft á mosabreiður. Blöðin eru fagurgræn en verða rauðleit ef hann er á mjög þurrum stað. Hann blómstrar litlum, hvítum, stjörnulaga blómum í júlí - ágúst. Stönglarnir standa um 5-8 cm upp úr breiðunni og er hann mjög fljótur að dreifa úr sér. Kínavöndur Er kuldaþolin og skriðul planta sem myndar fljótt lágvaxnar breiður. Blöðin eru mjó og sveigð en blómin, fagurblá og klukkulaga, vísa beint upp í loftið á um 10-15 cm stönglum. Kínavöndurinn blómgast mjög seint en stendur oft í blóma út október. Þá lokast blómin í dimmviðri en opna sig aftur þegar birtir til. Smæra (Ione Hecker) Er lágvaxin planta (oft um 10 cm há) sem myndar einskonar þúfu. Blöðin eru smá, en vaxa þétt og blómstra stórum fallegum blómum. Hún er nokkuð harðger og hefur gefist ágætlega í steinabeðum. Smáklukka Er harðger og mjög skriðul planta sem þrífst best á frjóum og rökum stað. Blöðin eru smágerð, fagurgræn og hjartalaga og standa stönglarnir um 5-15 cm upp úr blaðbreiðunni. Blómin standa eitt á hverjum stilk og eru bláleit, klukkulaga og lúta niður á við. Hún er mjög blómsæl og stendur í blóma í júlí og ágúst. Stjörnublaðka Er blómsæl og sólelsk planta sem þrífst best á þurrum stað. Laufblöð hennar eru nokkuð stór, bylgjótt og mynda fallegar blaðhvirfingar. Uppúr þeim standa allt að 30 cm háir blómstönglar sem skarta mörgum blómum sem geta myndað einskonar blómhvelfingu þegar vel tekst til. Hún stendur í blóma í maí og júní en á það til að blómstra aftur síðsumars þegar best lætur. Rósablaðka Er með jarðlæga blaðhvirfingu með stórum egglaga blöðum. Blómin eru stór og falleg og standa oft 2-3 saman á c.a. 10 cm löngum stilkum. Rósablaðkan er ágætlega harðger og stendur í blóma í júní og júlí. Blóðgresi Er lágvaxin (stilkar 10-20 cm háir) og dálítið skriðul planta sem blómstrar myndarlegum bleikum blómum seinnihluta júlí og ágúst. Hún er nokkuð skuggþolin og þrífst best í þurrum og sendnum jarðvegi og er því tilvalin í steinhæðir. Steinahnoðri Er jarðlæg og mjög skriðul þekjuplanta. Hún skartar sterkbleikum stjörnulaga blómum sem standa á c.a. 10 cm háum stönglum og stendur í blóma frá júlí - sept. Er mjög algeng í steinabeðum. 37 Rifsber Sólber Stikilsber Berjarunnar texti og myndir : Jóna Björk Gísladóttir Sólberja-, rifsberja- og stikilsberjarunnar hafa verið ræktaðir í öðrum hverjum garði á Íslandi í áraraðir og er það ekki furða. Þeir eru mjög auðveldir í ræktun, mynda gott skjól fyrir t.d. matjurtaræktun og svo gefa þeir flestir af sér ríkulega uppskeru á hverju ári. Þá eru þeir yfirleitt garðinum til mikillar prýði og ætli maður sér ekki að nýta berin þá laða þeir mikið fuglalíf í garðinn. Vilji maður vernda uppskeruna frá fuglunum eru til sérstök fuglanet sem hægt er að setja yfir runnana á meðan berin eru að þroskast. Þá er mikilvægt að taka uppskeruna tímanlega af runnunum. 38 Ætli maður að nota berin til að sulta er gott að týna þau áður en þau fullþroskast og passa að taka stilkana og jafnvel nokkur laufblöð með svo sultan hlaupi vel. Berjarunnar gefa mesta uppskeru á greinar sem eru innan við 5 ára gamlar. Þess vegna getur verið gott að klippa burtu gamlar greinar til að hámarka uppskeruna. Með því að grisja kemst meiri birta að greinunum sem eftir eru og verða berin stærri og fleiri. Eins ef það eru einhverjar greinar sem liggja alveg við jörðina er æskilegt að fjarlægja þær. Bæði nýtast berin ekki eins vel þar sem þau verða oft skítug og kramin og svo eiga greinarnar til að skjóta rótum og dreifa þannig úr sér. Eigi runnarnir fyrst og fremst að mynda limgerði er óhætt að snyrta þá vel til. Þá er best að klippa berjarunnana til á haustin eða veturna, áður en safinn fer að renna út í greinarnar. Berjarunna er í raun hægt að setja niður hvar sem er en þrífast þó best í skjóli og á sólríkum stað eiga þeir að skila góðri uppskeru. Þá er einnig gott að gefa þeim áburð að vori til, t.d. Blákorn eða lífrænan áburð og passa að þeir ofþorni ekki. Þegar nýjar plöntur eru settar niður er gott að hafa um 2 metra á milli þeirra eigi þeir að fá að njóta sín, en um 0.8 - 1 meter eigi þeir að mynda limgerði. Sólberja- og rifsberjahlaup 1/2 kg sólber með stilkum 1/2 kg rifsber með stilkum 800 g sykur Allt sett saman í pott og soðið í c.a. 10 mín við vægan hita þar til berin eru sprungin. Ágætt er að kremja berin aðeins með kartöflustöppu til að ná sem mestum safa. Sigtað að vild og sett á sótthreinsaðar krukkur. Stikils- og jarðarberjasulta 700 gr græn stikilsber 500 gr jarðarber 1 dl vatn, 800 gr sykur Setjið stikilsber ásamt vatni í pott og komið sjóðið varlega í 3 mín. Bætið sykri við og sjóðið í 5 mín til viðbótar. Bætið loks jarðaberjum útí og sjóðið í c.a. 7 mín eða þangað til sultan er tilbúin. Passið að hræra varlega ef þið viljið að berin séu nokkuð heil. Fleytið ofan af og hellið sultunni í sótthreinsaðar krukkur. 39 texti og myndir : Jóna Björk Gísladóttir „Hindber gefa einungis ávöxt á annars árs sprota“ Hindber Hindberjaplöntur eru tiltölulega ný sjón í íslenskum görðum, en eru auðveldari í ræktun en margan grunar, að því gefnu að gott yrki sé valið. Víða erlendis eru hindber þekkt sem hálfgerð plága þar sem þau geta verið ansi dugleg við að dreifa sér. Íslendingar hafa hins vegar verið heldur ragir við að treysta þeim í íslenskar aðstæður. Nú er komin nokkurra ára reynsla á flest þau yrki sem seld eru í Garðheimum og hafa þau staðið sig vel. Í þeim görðum sem góð hindberjayrki hafa náð að koma sér vel fyrir hér á landi hefur uppskeran verið ansi ríkuleg. Plönturnar gera kröfu um vel valinn stað í garðinum, sólríkan og skjólgóðan. Þau gera minni kröfur til jarðvegsins en þó er gott að blanda lífrænum áburði saman við moldina áður en þau eru gróðursett og passa að vökva, sé mikill þurrkur úti. Misjafnt er eftir yrkjum hversu háar og umfangsmiklar plönturnar verða, en flestar eru um 2 metrar á hæð eða jafnvel hærri. Því er nauðsynlegt að veita þeim stuðning, þannig að þær leggist ekki niður. Það er hægt að gera á nokkra vegu, t.a.m. með því að styðja við hverja plöntu, stinga staurum niður á hverju horni og bandspotta í kringum svæðið, setja vírgirðingu eða nota önnur tiltæk ráð sem henta hverjum stað fyrir sig. Hindberjaplöntur fjölga sér með rótarskotum, en rótakerfið nær þó ekki lengra en um 15 cm ofan í jörðina. Því getur verið gott að setja einhvers konar skilrúm 15-20 cm ofan í jörðina í kringum það svæði sem hindberin eiga að fá undir sig, til að halda rótarskotunum á réttum stað. Það má t.d. gera með plastbeðkanti eða með því að smíða kassa utanum hindberjaræktunina. Annars er hætta á að plönturnar skjóti sér yfir í næstu beð eða jafnvel ennþá lengra. Mjög mikilvægt er að halda vel utan um rótarskotin vilji maður að plönturnar fjölgi sér. Þá gefa hindberjaplöntur einungis ávöxt á annars árs sprota og eru því í sífelldri endurnýjun. Þegar sprotarnir eru búnir að gefa af sér ávexti á haustin er gott að klippa þá niður, en passa þarf að fjarlægja ekki ræturnar þannig að nýir sprotar geti vaxið upp frá þeim sem gefa síðan ávöxt ári síðar. Hindberin eru mjög fljót að dreifa sér, en gera má ráð fyrir að það taki nokkur ár að koma ræktuninni það vel af stað að hún gefi mikið af sér. Algengt er að settar séu niður 3-4 plöntur í upphafi ræktunar með um 50 cm millibili, sem ætti að verða orðið að myndarlegri þyrpingu eftir 4 ár eða svo. 40 Berjauppskeruterta Botn: 200 gr marsipan 200 gr smjör 200 gr sykur 3 stk egg 100 gr hveiti 0,5 tsk lyftiduft börkur af einu lime 1-2 msk lime safi 1 tsk vanilludropar 1. Smjör og sykur hrært saman, marsipan rifið fínt niður og bætt út í. Hrært þar til allt er vel blandað. 2. Eggjum bætt útí, einu í einu og hrært vel saman. 3. Limebörkur rifinn fínt niður og settur saman við ásamt lime safanum og vanilludropum. 4. Þurrefnum blandað saman við og hrært þar til deigið lítur út fyrir að vera orðið létt í sér. 5. Bakað við 160° í 30-40 mín. 0,5 líter af rjóma þeyttur og settur ofan á kökuna þegar hún er orðin köld. Þar ofan á er berjauppskerunni úr garðinum raðað að vild. Jarðaber, hindber, rifsber, bláber, vínber eða hvað sem fyrir finnst. r ' „Fuglar eru sólgnir í jarðaber. Hér vaka athugul augu yfir uppskerunni“ Jarðaber Jarðaberjarækt þarf vart að kynna fyrir íslenskum ræktendum, enda hafa jarðaber verið ræktuð hér í áratugi með góðum árangri. Jarðaber eru mjög einföld í ræktun og nægjusöm sem gerir það að verkum að hver sem er ætti að geta ræktað þau, óháð því hvort garður sé til staðar eða ei. Jarðaber er hægt að rækta á ýmsa vegu s.s. í pottum, kerjum, hengikörfum, gróðurreitum, inni í gróðurhúsi eða úti í beði. Það sem mestu skiptir er að þau séu á sæmilega skjólgóðum stað og fái góða sól og vökvun. Þá eru jarðaberjaplöntur sérstaklega viðkvæmar fyrir því að þorna fyrstu vikurnar eftir að þær eru settar niður og svo aftur þegar berin eru að myndast. Athuga þarf að passa sérlega vel uppá vökvunina séu plönturnar hafðar í kerjum eða grunnum jarðvegi. Algengt er að jarðaberjaplöntur byrji að gefa af sér um miðjan júlí, en því hlýrra sem loftið er, því fyrr koma berin. Þar af leiðandi er nokkuð vinsælt að reyna að flýta fyrir uppskerunni með því að breiða t.d. akrýldúk yfir. Hann heldur hita að plöntunum en hleypir samt vatninu í gegn. Hann hjálpar einnig til við að forða berjunum frá ágangi fugla. Þó getur verið gott að lyfta dúknum yfir hlýjasta hluta dagsins meðan á blómgun stendur til að leyfa flugunum að vinna sitt verk. Svart plast, jarðvegsdúkur eða jafnvel trjákurl geta líka verið gagnleg hjálpartól, sérstaklega þegar ræktað er í skipulögðum röðum. Það gegnir því hlutverki að halda hita að rótum, raka í jarðvegi og sniglunum frá og er þá dúkur sniðinn (eða kurli dreift) í kringum hverja plöntu fyrir sig. ' Jarðaberjaplöntur geta fjölgað sér mjög hratt. Það gera þær með því að skjóta renglum út frá sér ofanjarðar og myndast nýjar plöntur við enda þeirra. Algengt er að þetta gerist tvisvar á sumri. Plönturnar skjóta svo rótum þar sem þær lenda. Því þarf að fjarlægja renglurnar vilji maður ekki að plönturnar dreifi sér út um allt. Hægt að stýra fjölguninni með því að klippa plönturnar af renglunum og færa á góðan stað. Bestu plönturnar eru yfirleitt taldar vera þær sem vaxa af stystu renglunum. Þegar plönturnar eru orðnar 4-5 ára fara jarðaberin yfirleitt að minnka. Er þá tímabært að fjarlægja þær plöntur og leyfa nýjum að taka við. Jarðaber gera ekki miklar kröfur til jarðvegs, en kjósa helst súran jarðveg (þola illa kalk). Gott er að blanda smá lífrænum áburði við moldina áður en plönturnar eru settar niður. Þó þarf að varast að gefa ekki of mikið, sérstaklega af köfnunarefni, þannig að plönturnar eyði ekki allri orkunni í blaðvöxt. Þá getur verið gott að gefa kalíríkan áburð þegar nálgast blómgun, en það ætti að hjálpa plöntunni að einbeita sér að berjamynduninni. Plöntur sem settar eru niður að vori byrja yfirleitt ekki að gefa af sér fyrr en ári síðar. Sé ætlunin að setja niður nokkrar plöntur og láta þær fjölga sér er algengt að taki um 3 ár að koma sér upp myndarlegri ræktun. Nákvæmlega samsett næring sem uppfyllir sérstakar þarfir hunda og katta Þú getur verið viss um að halda hundinum eða kettinum þínum hraustum með fóðrun á Hill'sTM Science Plan.TM Sama hverjar þarfirnar eru. Nákvæmlega samsett næring Einstök blanda andoxunarefna Hágæða hráefni vets’ no.1 choice™ 41 Brúðarsýning Garðheima 2011 Eldur ( 42 Brúðarsýning Garðheima 2011 Ís 43 Brúðarsýning Garðheima 2011 Jörð ( 44 Brúðarsýning Garðheima 2011 Vatn ( 45 Veisluleiga Garðheima Garðheimar hófu nýlega leigu á ýmsum vörum sem hjálpa þér að gera veisluna sem glæsilegasta. Um er að ræða gott úrval af glervöru, blómavasa í öllum stærðum og gerðum, kertastjaka, potta, lifandi plöntur, silkiplöntur, kyndla, brúðarboga, kökustand ofl. Upplýsingar um veisluleiguna er hægt að nálgast í Garðheimum eða á vefsíðu Garðheima: www.gardheimar.is. Þá eru allar fyrirspurnir velkomnar, t.a.m. ef það eru einhverjir ákveðnir hlutir sem áhugi er fyrir að fá leigða sem ekki eru á listanum yfir leiguhluti. Glösin sem gera góð vín betri Rauðvínsglas Hvítvínsglas Rauðvín/Hvítvín Kampavínsglas 55cl. 37cl. 40cl. 20cl. 1.295 1.195 1.195 1.095 Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is 46 F Y R I R H R E I N N A L E I RTA U VILTU VINNA GJAFAKÖRFU? UMHVERFISSJÓÐURINN Heilsa ehf óskar eftir umsóknum um Umhverfisstyrk Ecover og Heilsu. Styrkurinn mun í ár vera að upphæð 300.000 kr. Valið verður verkefni sem mun miða að bættri umhverfisvitund, t.d. þróun námsefnis, rannsókna á vatnasvæðum eða strandlengju til að sporna við óæskilegri umgengni s.s. frárennsli eða öðrum mengandi þáttum, hreinsun ákveðins landsvæðis, endurvinnslu úrgangs, gerð námsefnis í umhverfisvernd eða eitthvað annað verkefni sem klárlega mun nýtast til verndar íslenskri náttúru. Umsóknarfrestur er til 17. apríl næstkomandi, umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.heilsa.is LUKKULEIKURINN Taktu þátt í lukkuleiknum í apríl: • Keyptu eina eða fleiri Ecover vöru í apríl • Heftaðu kassakvittunina við lukkumiðann • Settu miðann í Ecover kassann sem á að vera staðsettur í versluninni 4. maí drögum við úr innsendum miðum 10 stórar gjafakörfur með ECOVER vörum og 20 minni gjafakörfur. Styrkurinn verður afhentur í fyrsta sinn 30.apríl 2011, en gert er ráð fyrir að veitt verði úr sjóðnum árlega í kringum dag umhverfisins (25. apríl). 47 Fermingarsýning Garðheima 2011 Fermingardagurinn er stór dagur í lífi fermingarbarna og eru þau mörg hver með sterkar hugmyndir um hvernig þau vilja skreyta veisluna sína. Í Garðheimum er að finna mikið af hugmyndum og litasamsetningum og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. 48 49 50 " " 51 Gott í garðinn Nauðsynlegt fyrir stoðkerfi plantnanna. Eykur kynþroskan í plöntum. Aukið þraðkþol. Eykur rótarvöst. Inniheldur öll helstu næringar og snefilefni. Nauðsynlegt við ljóstillífun. Aukið frostþol. Góð mótsstaða gegn þurrki. www.aburdur.is
Documents pareils
PRIX MITSUBISHI.numbers - Le Nouveau Catalogue Audiovisuel
MITSUBISHI EW270U WXGA 2.600 LUMENS DLP
MITSUBISHI WXGA 3.000 LUMENS
MITSUBISHI WXGA 3.000 LUMENS EW331U-ST
MITSUBISHI EX200U
MITSUBISHI EX220 XGA 2.500 LUMENS DLP
MITSUBISIHI EX240U XGA 2.500 LUME...